Íslensk kvikmyndahátíð í Tokyo mars 2006
-Sérstakur heiðursgestur

Valdís Óskarsdóttir var sérstakur gestur á íslenskri kvikmyndahátíð sem haldin var í Tókýo 4.-10.mars 2006. Þar voru sýndar 15 íslenskar kvikmyndir auk ljósmyndasýningar með myndum Valdísar og Becky Yee.


Bafta, British Academy Awards
-Besta klipping 2004

Valdís hlaut hin virtu Bafta verðlaun bresku kvikmynda akedemíunnar fyrir klippingu á myndinni 'Eternal Sunshine of the Spotless Mind'. Bafta eru langþekktustu og jafnframt virtustu kvikmyndaverðlaun sem haldin eru utan Bandaríkjanna.


Online Film Critics Society (OFCS) 2004
-Besta klipping 2004

Valdís hlaut verðlaun fyrir bestu klippingu frá OFCS fyrir myndina 'Eternal Sunshine of the Spotless Mind'. Myndin hlaut auk þess fjölda annarra verðlauna, m.a. sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn.


San Diego Film Critics' Society Awards 2004
-Besta klipping 2004

Valdís hlaut verðlaun fyrir bestu klippingu á San Diego Film Critics' Society Awards fyrir myndina 'Eternal Sunshine of the Spotless Mind'.


Edduverðlaun 2002
-Fagverðlaun ársins - hljóð og mynd

Valdís Óskarsdóttir hlaut Edduna fyrir klippingu á 'Hafinu', í leikstjórn Baltasar Kormáks.


Robert, Danmarks Film Akademi
-Årets klipper 1999
-Årets klipper 2000

Danska Film Akademían veitti Valdísi viðurkenninguna Klippari ársins á Roberts kvikmyndahátíðinni árin 1999 og 2000 fyrir 'Festen' og 'Mifunes sidste sang'.


Gullbjörn í Berlín um 1990